Merkileg skoðanakönnun.

Hlustaði á Bylgjuna síðdegis í gær, þar var sagt frá skoðanakönnun sem var í gangi á Vísir.is síðustu daga. Ég hef ekki heyrt eða séð sagt frá þessari könnun annarstaðar.

Spurt var eitthvað á þá leið, hvaða einstakling treystir þú best til að leiða þjóðina út úr þrengingunum.

Úrslitin voru að mig minnir svona hjá þeim 8 efstu.

Þorsteinn Pálsson tæp 100 athv.

Sigmundur Davíð um   100 athv.

Jóhanna Sigurðar  um 100 athv.

Steingrímur Sigfússon

Lilja Móselsdóttir

Bjarni Benediktsson um 170 athv.

Ólafur Ragnar Grímss um 180 athv.

Davíð Oddsson    rúml. 460 athv.

Ég held að röðin sé rétt en atkvæðatölur man ég ekki allar nákvæmlega.

Athygli vekur að Davíð Oddsson er þarna langefstur þrátt fyrir að vinstri elítan sé búinn að hamast við að reyna að kenna honum einum um hrunið og setja sérstök lög til að flæma hann úr Seðlabankanum. Ekki kemst eftir maður hans á blað í þessari könnun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband