Hugleiðingar sveitamanns.

Ef maður lítur til baka þá hefur orðið ótrúlega ör þróunn í flestum atvinnugreinum á síðustu áratugum í þá átt að aukinni hagkvæmni með aukinni tækni. Þannig að færri hendur þurfa til, þrátt fyrir aukna framleiðslu og betri nýtingu. Þetta sér maður glöggt bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. Í sjávarútvegi hefur aflasamdrætti verið mætt með betri nýtingu þess afla sem berst að landi og sókn í fiskistofna sem ekki hafa verið nýttir. Hér áður heyrði maður af því þegar veiðar voru frjálsar að aflinn var að hluta keyrður í gúanó (fiskimjöl og lýsi), ef netabátar lentu í brælu eða voru með allt of mörg net úti þegar vel aflaðist. Nú sér maður það í fréttum að að aflinn er gjör nýttur til manneldis og er það vel. Í landbúnaði hefur verið sama þróunn undan farin ár, farið er að nýta og gera verðmæti úr auka afurðum sem ekki voru nýttar og þurfti að urða  með ærnum tilkostnaði, má þar nefna nær allan innmat úr lambinu, sem flutt er út og skapar gjaldeyrir,því víða er kallað eftir matvælum sem eru eggjahvíturík.

Í mjólkuriðnaði er sömu sögu að segja, mysan sem  sem var látin renna beint í sjóinn er nú farið að full nýta þ.e.s. öll efni sem í henni finnast utan vatns,framleiddur er gæða orkudrykkur og vínandi úr þessari auka afurð.

En ein er sú atvinnugrein sem fer alveg í öfuga átt við margar aðrar, þar á ég við bankastarfsemi og fjársýslu, þar hefur starfsfólki fjölgað með stjarnfræðilegum hraða síðustu áratugi og laun og allur viðurgjörningur eru þar með ágætum, enda ábyrgð stjórnenda þar mikil að þeirra sögn.   En hvernig fara svo þessar stofnanir með afurðirnar.? Fólk og fyrirtæki leggur þar inn ef það á einhvern afgang af sínu sínum tekjum og treystir á að geta fengið innleggið til baka síðar með einhverri ávöxtun þegar best lætur.    Útlánastarfsemi öll virðist vera mjög áhættusækin,þar sem fólki og fyrirtækjum er lánað þó enginn grundvöllur sé fyrir að hægt sé að standa í skilum með höfuðstól, hvað  þá þá háu vexti sem krafist er og þörf er á þegar alltaf þarf að vera að afskrifa og allur rekstrarkostnaður þennst út. Fyrir hrun bankana virðist það hafa verið aðal vinna toppana í bönkunum að skara eld að sinni köku enda ábyrð þeirra mikil, fólk var platað til að taka lán og leggja peninga í sjóði sem enginn ábyrð var á og allur hagnaðurinn var froða ein. Mér sýnist að bankastarfsemi fari illa með sínar afurðir og mikið af aflanum fari í gúanó.

  Manni hefði nú dottið í hug að stjórnvöld létu verða með sínum fyrstu verkum að taka til í þessari starfsemi.  Nei það virðist enginn áhugi vera á því,heldur skal andskotast út í þær atvinnugreinar sem hafa sínt að þær fara vel með sínar afurðir.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband